Tengir hlaut viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi fyrirtæki árið 2022!
Ár hvert vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði, vera stöðug og byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Þessi fyrirtæki eru líklegri til að ná árangri og standast álag en önnur.
Aðeins 2% fyrirtækja sem skila ársreikningi náðu á listann þessu sinni, en Tengir hefur verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja frá árinu 2013. Er þetta því tíunda árið í röð sem Tengir hlýtur þessa viðurkenningu.
Þetta er mikill heiður fyrir fyrirtækið og viðurkenning á þeirri vinnu sem starfsfólk Tengis leggur á sig alla daga.
13.2.2023