Vegna fyrirspurna vill Tengir koma því á framfæri að það eru engir sölumenn á okkar vegum að ganga í hús á kvöldin og óska eftir að fá að setja ljósleiðara inn. Í mörgum tilfellum hefur þetta verið þar sem ljósleiðari Tengis er þegar til staðar og viðskiptavinir að nota hann fyrir sína internetþjónustur. Í tilfellum þar sem starfsmenn og/eða verktakar á vegum Tengis eru á ferðinni við undirbúning framkvæmda eða að hitta á viðskiptavini, eru þeir ávallt á merktum bifreiðum og í fatnaði sem er merktur Tengir.
Þá ber að geta þess að viðskiptavinir geta valið allar þjónustuveitur sem bjóða upp á internet um ljósleiðara, gegnum ljósleiðara Tengis og því er engin þörf á að setja fleiri ljósleiðara inn í sömu fasteign til að færa sig milli þjónustuveitna, með tilheyrandi raski og auknum kostnaði fyrir viðskiptavin.
Þær þjónustuveitur sem bjóða upp á internet á ljósleiðara Tengis í dag eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Nova og Hringiðan.
15.9.2023