Viðburðir dagsins

Þrátt fyrir að snjórinn sé mættur á svæðið, erum við hjá Tengir enn að störfum, ásamt fjölmörgum verktökum víða um land. Í Hörgársveit grófu verktakar í sundur einn stofnstrengja Tengis í morgun og hafði það áhrif á fjarskiptasambönd í vestanverðum Eyjafirði. Viðgerð á ljósleiðaranum gekk mjög vel og var henni lokið um kl. 9:30. 

Eftir hádegi varð rafmagnsbilun í símstöð Mílu á Akureyri, sem hafði mjög víðtæk áhrif á alla fjarskiptaþjónustu á norðurlandi. Rof á þjónustu varði í um hálftíma og var hún komin upp aftur skömmu fyrir kl. 14:00. 

Ekki er langt síðan rafmagnsbilun leiddi til mikilla truflana á fjarskiptaþjónustu víða um land og bilana á ýmsum fjarskiptabúnaði, bæði búnaði fjarskiptafyrirtækja og notenda. Hafa tæknimenn okkar farið í fjölmargar heimsóknir til að skipta út slíkum búnaði undanfarið. Við hvetjum viðskiptavini til að vera í sambandi við sínar þjónustuveitur ef búnaður eða þjónustan virkar ekki sem skyldi og við munum þá skoða þau mál með ykkur.

 

15.10.2024