Þórshöfn

Nú er loksins komið að því að virkja heimili á ljósleiðarakerfi Tengis á Þórshöfn, en í ágúst s.l. hóf Tengir að leggja ljósleiðara í þéttbýlinu. Eins og gengur var veðrið stundum með okkur í liði, stundum ekki, en unnið var langa daga til að koma sem flestum notendum í samband fyrir komandi vetur. 

Tæplega 60 notendum var boðið að tengjast að þessu sinni og var þátttaka íbúa mjög góð. Búið er að tengja ljósleiðarakerfið í tengibrunnum og setja upp aðgangsstöð Tengis. 

Eins og staðan er í dag, geta viðskiptavinir pantað internetþjónustu til Vodafone og Nova, en sölufulltrúar Tengir geta aðstoða viðskiptavini við pöntunarferlið og eins farið yfir möguleikana sem standa til boða, m.a. í síma 4 600 400.  

7.10.2024