Fjallabyggð 2025

Tengir heldur áfram með uppbyggingu ljósleiðarakerfis í Fjallabyggð nú í sumar. Stefnt er að því að samnýta aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu eins og kostur er, en Tengir hefur gert samning við Fjallabyggð um að tæplega 300 staðföngum í sveitarfélaginu verði boðið að tengjast við ljósleiðaranetið fyrir árslok 2026. Lagt er upp með að heimtaugarör fyrir ljósleiðara verði plægð með sérútbúnum fjarstýrðum plógum, en auk þess þarf að grafa skurði víða um bæinn. Hafi framkvæmdaaðilar áhuga á að samnýta framkvæmdir Tengis, er bent á að hafa samband á netfangið tengir@tengir.is fyrir lok aprílmánaðar.

Fyrirhugað framkvæmdasvæði hefur þegar verið ákveðið og eru sölufulltrúar Tengis að hafa samband við húseigendur þessar vikurnar. Stefnt er á að öllum undirbúningi, þ.m.t. húsaskoðunum verði lokið seinni hlutann í maí. Áhugasömum húseigendum, óháð svæðum, er jafnframt bent á að ,,sýna áhuga" hér á heimasíðunni en einnig er hægt að heyra í okkur í síma 4600460.  

 

 

16.4.2025