Tengir leggur ljósleiðara í Langanesbyggð

Tengir hóf að leggja ljósleiðara á Bakkafirði 2019 og á Þórshöfn 2024. Í sumar verður þessu verkefni haldið áfram og stefnt að því að öllum húseigendum verði boðið að tengjast ljósleiðaraneti Tengis fyrir árslok 2026. Lagt er upp með að heimtaugarör fyrir ljósleiðara verði plægð með sérútbúnum fjarstýrðum plógum, en auk þess þarf að grafa skurði víða um bæinn. Hafi framkvæmdaaðilar áhuga á að samnýta framkvæmdir Tengis, er bent á að hafa samband á netfangið tengir@tengir.is fyrir lok aprílmánaðar.

Fyrirhugað framkvæmdasvæði hefur þegar verið ákveðið og er undurbúningur verksins langt á veg kominn. Ef mögulegt er verður framkvæmdasvæði ársins stækkað og því er gott að geta kortlagt hvar áhuginn og þörfin er mest. Eru áhugasamir húseigendur og fyrirtækjaeigendur því hvattir til að heyra í okkur í síma 4600460, en einnig er hægt að skrá sig með því að ,,sýna áhuga" hér á heimasíðunni.  

16.4.2025