Undanfarna mánuði hafa fjölmargir notendur á ljósleiðara Tengis komist að því að við færslu milli þjónustuveitna (Nova, Vodafone, Síminn, Hringdu) hafa þeir jafnframt verið færðir af ljósleiðara Tengis yfir á ljósleiðara í eigu samkeppnisaðila Tengis.
Færsla milli þjónustuveitna á ljósleiðara Tengis er sjálfsagt mál og auðvelt, enda eru allar þjónustuveitur að nýta ljósleiðaranet Tengis á Akureyri. Þrátt fyrir að lagður hafi verið annar ljósleiðari inn í staðfang nýlega, er því engin þörf á að nýta ekki ljósleiðarann frá Tengir, sem er þegar tengdur alla leið og tryggir notanda sinn eigin ljósleiðaraþráð frá íbúð og að fjarskiptamiðju í aðgangsstöð Tengis.
Ljósleiðari Tengis býður upp á það gagnamagn sem notandi þarf og þjónustuveitan er tilbúin að selja! Tengir afhenti 10Gb/s fyrir mörgum árum síðan til þeirra sem þess þurftu, en við bendum viðskiptavinum á að aukinn gagnahraði er oft ekkert annað en aukinn kostnaður - fæst heimili eru í stakk búin til að taka við (nýta) yfir 2,5Gb/s gagnahraða.
Ekki láta færa þig af ljósleiðara Tengis án þinnar vitundar - nýtum ljósleiðara Tengis og verslum í heimabyggð!
23.4.2025