Get ég tengst?
Heimilisfang

Panta tengingu
Smelltu hér
Tengir - Framtíðin er ljós...

 Skráning fyrir tengingu verður ekki bindandi fyrr en framkvæmdir til tengingar eru hafnar.

Skráning nú er til að láta okkur vita af áhuga þínum á sambandi. Haft verður samband þegar mögulegt verður að tengja þig við ljósleiðaranetið, til staðfestingar á að þú hafir ennþá áhuga og viljir fá sambandið.

Ef þú ert í fjölbýlishúsi þar sem þegar er kominn ljósleiðari í sameign, þá geturðu valið vinstra megin á síðunni "Smelltu hér"  til að panta þér tengingu. Greitt er kr. 24.000,- með vsk fyrir vinnu við að leggja streng frá inntaki á þann stað í íbúð sem tæknimaður telur hentugastan. 60% af virðisaukaskatt fæst endurgreiddur af vinnu á verkstað.

Ef þú vilt athuga stöðuna á þinni íbúð þá geturðu skrifað heimilisfangið í reitinn hér til hliðar og valið "Athuga". Þá kemur staðan á eigninni og þú getur óskað eftir að fá tengingu. Ef heimilisfang finnst ekki eða þú vilt fá nánari upplýsingar endilega hafðu samband við okkur í síma 4 600 460 á skrifstofutíma.


TENGIR hf. er framúrskarandi fyrirtæki 2015

Tengir hf. er á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2015. Þetta er þriðja árið í röð sem Tengir hf. er á þeim lista. Creditinfo tekur saman lista yfir þau fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði um styrk og stöðugleika í rekstri sem lögð eru til grundvallar við greiningu á framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2015.

Á Íslandi eru skráð 35.842 fyrirtæki. Aðeins 682 fyrirtæki uppfylla strangar kröfur Creditinfo. Það gerir Tengir hf. eitt þeirra 1,9% fyrirtækja sem það gera.
 

Strangt gæðamat og faglegar kröfur
 
Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo. 
 
Skilyrðin eru:
 
- Hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár.
- Líkur á alvarlegum vanskilum þess eru minni en 0,5%
- Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður þrjú ár í röð.
- Ársniðurstaða hefur verið jákvæð þrjú ár í röð.
- Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð.
- Eignir hafa numið 80 milljónum króna eða meira þrjú ár í röð.
- Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá.
- Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.

Tengir hf. leggur mikla áherslu á að rekstur félagsins sé í samræmi við bestu mögulegu viðskiptahætti hverju sinni með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi og ljóst er að þennan góða árangur má þakka starfsfólki Tengis.

Lesa meira

- - - TENGIR - sími: 4 600 460 /  tengir@tengir.is - - -