Um ljósleiðara

Ljósleiðari… hárþunnur glerþráður sem getur flutt gögn næstum á hraða ljóssins í báðar áttir! 

 

Gagnaflutningur um ljósleiðara

Ljósleiðari er bæði nútíð og framtíð þegar kemur að gagnaflutningi og tilkoma hans hefur valdið byltingu í samskiptatækni. Ljósleiðarinn leysir af hólmi koparvírinn sem sá um gagnaflutning í fortíðinni, en þrátt fyrir ágæti koparsins uppfyllir geta hans til gagnaflutnings ekki kröfur nútíma neytanda. Internet, sjónvarp og heimasími, allt þarf þetta línu til að flytja gögn frá einum stað til annars. Ljósleiðarinn er þeim eiginleikum búinn að hann getur flutt gögn mjög langa vegalengd á mjög skömmum tíma, auk þess að hann getur flutt gögn jafn hratt í báðar áttir. Gagnamagnið sem ljósleiðari getur flutt er háð endabúnaði (ljósbreyta) sem settur er á sitthvorn enda hans.

 

1 Gb/s í báðar áttir!

Ljósbreytur Tengis gefa viðskiptavinum kost á allt að 1 Gb/s gagnaflutningshraða (1000 Mb/s) í bæði upp- og niðurhal. Til samanburðar er gagnaflutningshraði á kopartengingu ekki samhraða (t.d. ADSL eða VDSL/Ljósnet) en á kopar er hægt að ná allt að 100 Mb/s hraða niðurhald en aðeins 25 Mb/s upphal.

 

Ljósleiðarinn er því að minnsta kosti tífalt öflugri! Er þetta einhver spurning?

 

Heimilistengingar

Ljósleiðaratenging er hágæðasamband sem uppfyllir kröfur nútíma heimilis og rúmlega það! Hraði netsambandsins er slíkur að mörg snjalltæki, tölvur og sjónvörp geta hlaðið niður efni á sama tíma án þess að það hafi áhrif á gæði streymis. Með ljósleiðaratengingu getur þú því verið með öflugt netsamband, sjónvarp og heimasíma. 

Tengir hefur lagt ljósleiðara inn á heimili í yfir áratug, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Ljósleiðaranetið nær til flestra þéttbýliskjarna á Norðurlandi eystra, þó uppbygging þess sé mislangt á vel komin. Að auki hófumst við handa við lagningu ljósleiðara á Vopnafirði sumarið 2021.

 

Ljósleiðaranet Tengis er orðið víðfeðmt í dreifbýli á öllu starfssvæðinu, en Tengir á og/eða rekur ljósleiðaranet í nær öllum sveitarfélögum á Norðurlandi eystra, í hluta Húnaþings vestra, Fljótsdalshrepp og Vopnafjarðarhrepp.

 

Getur þú tengst?

Hægt er að kanna stöðuna fasteignar á ljósleiðaraneti Tengis hér á heimasíðunni, undir ,,get ég tengst". Þegar búið er að flétta fasteigninni upp, er hægt að sýna áhuga á að fá ljósleiðaratengingu, óháð því á hvaða stigi ljósleiðaravæðingar fasteignin er. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á okkur gegnum heimasíðuna.

 

1 Gb/s í báðar áttir!

Ljósbreytur Tengis gefa viðskiptavinum kost á allt að 1 Gb/s gagnaflutningshraða (1000 Mb/s) í bæði upp- og niðurhal. Til samanburðar er gagnaflutningshraði á kopartengingu ekki samhraða (t.d. ADSL eða VDSL/Ljósnet) en á kopar er hægt að ná allt að 100 Mb/s hraða niðurhald en aðeins 25 Mb/s upphal.

 

Aðeins eitt línugjald - ekki viðbót!

Mánaðarverð ljósleiðara Tengis til heimila er það sama á öllu starfssvæðinu, hvort heldur sem er í þéttbýli eða dreifbýli og það er innheimt beint af Tengir. Viðskiptavinir Tengis greiða ekki línugjald til annarra fjarskiptafyrirtækja og við flutning af t.d. kopar yfir á ljósleiðara, fellur ,,línugjald" út af reikningi þeirrar þjónustuveitu sem viðskiptavinur skiptir við, þ.e. þar sem hann er með internet/sjónvarp/heimasíma.

 

Tengir opið öllum þjónustuveitum

Tengir rekur opið fjarskiptanet, þ.e. öllum fjarskiptafyrirtækjum stendur til boða að bjóða þjónustur til viðskiptavina gegnum ljósleiðara frá Tengir. Þjónustuveitur sem nýta ljósleiðara Tengis í dag eru Hringdu, Hringiðan, NOVA, Síminn og Vodafone. Viðskiptavinir ættu því að geta haldið sinni internetþjónustu óbreyttri við flutning yfir á Ljósleiðara Tengis – þjónustan verður bara betri, með margfalt öflugra og traustara sambandi alla leið heim í stofu!  

Verðskrá

Öll verð eru með vsk.

 

Mánaðarlegt aðgangsgjald á ljósleiðara Tengis
Akureyri Kr. 3.790,-  
Þéttbýli utan Akureyrar Kr. 3.790,-  
Dreifbýli Kr. 3.790,-  
Frístundahús/sumarhús Kr. 3.790,-  
 
Vettvangsþjónusta - tæknimenn
Tæknimaður* Kr. 11.708,-  tímagjald dagvinna
Útkall – neyðarþjónusta utan opnunartíma** Kr. 56.191,-  4 klst. næturvinna 
Útkall – tímagjald utan opnunartíma  Kr. 17.560,- tímagjald næturvinna
Akstur innanbæjar/Akureyri Kr. 2.852,- einingaverð
Akstur utanbæjar á verkstað Kr. 185,- pr./km

*Ef viðskiptavinur óskar eftir frekari innanhússvinnu en innifalin er í stofnkostnaði og hún unnin á sama tíma og ljósleiðari er tekinn inn og settur upp inni á heimili, s.s. vegna frekari innanhúslagna, uppsetningar á ýmsum netbúnaði- og eða myndavélakerfum.

** Útkall er aldrei minna en 4 tímar og miðast verðskráin við það. Pöntun á útkalli til heimilisnotenda fer fram í gegnum viðeigandi þjónustuveitu.

 

Greiðslugjöld
Prentaður reikningur sendur í bréfpósti Kr. 440,-   
Reikningur í heimabanka og tölvupósti Kr. 167,-   
Kreditkortasamningur Kr. 0,-   

 

Ýmis önnur verð
Færsla á inntaksboxi Tímavinna   
Akstursgjald (vinnuflokkur/tæki) umfram 50 km Kr. 674,-  pr./km
Akstursgjald ljóstæknimanna umfram 50 km Kr. 313,-  pr./km
Metraverð ljósleiðaralagningar umfram 100 m Kr. 758,- pr./m

 

Endurvirkjunargjald
Akureyri Á ekki við   
Utan Akureyrar* Kr. 9.900,-  pr./km
Akstursgjald umfram 50 km Kr. 313,-  pr./km

 *Einingaverð endurvirkjunargjalds utan Akureyrar innifelur akstur í allt að 25 km fjarlægð frá Akureyri/50 km akstur. Eftir það bætist við einingaverð pr/km.

Stofnkostnaður heimilistenginga

Lagning ljósleiðara er kostnaðarsöm framkvæmd og fjölþætt. Þegar ljósleiðari er settur inn á heimili þarf eigandi fasteignar að greiða stofnkostnað samkvæmt verðskrá Tengis, áður en framkvæmdir hefjast. Stofnkostnaður ljósleiðaratengingar er lítill hluti heildarkostnaðar við að tengja hverja eign við ljósleiðaranetið, en ávallt er reynt að halda stofnkostnaði eins hóflegum og mögulegt er. Tekur hann því mið af tegund og staðsetningu fasteignar, þáttum sem hafa mikil áhrif á heildarkostnaðinn en að auki er hann ávallt lægri ef ljósleiðari er tekinn inn í fasteign þegar Tengir er við framkvæmdir á viðkomandi svæði. 

Verðskrá til heimila er þríþætt; verðskrá á Akureyri, verðskrá í öðrum þéttbýliskjörnum á starfssvæðinu, verðskrá í dreifbýli. Grunnverð miðar ávallt að því að Tengir sé í framkvæmdum á viðkomandi svæði, en ef fara þarf í sér ferð til að leggja ljósleiðara inn á heimili, leggst viðbótar kostnaður ofan á grunnverð samkvæmt verðskrá. Viðbótar kostnaður á m.a. við um flutning á vinnuflokk og tækjabúnaði. Í dreifbýli bætist auk þess við kostnaður ef um er að ræða ljósleiðaralögn sem er meira en 100 metrum frá stofnlögn Tengis. Uppbygging ljósleiðara í dreifbýli er þó að mestu lokið með tilstuðlan verkefnisins ,,Ísland ljóstengt" en auk Tengis, styrktu sveitarfélög og Fjarskiptasjóður verkefnið. 

 

Hvað er innifalið í stofnkostnaði?
  • Vinna við að koma ljósleiðara inn í hús til notanda, þ.m.t. jarðvinna, tengivinna o.fl.
  • Vinna tæknimanna við uppsetningu inntaksbox fyrir ljósleiðarann í sama rými og hann er tekinn inn í fasteign
  • Vinna tæknimanna við að leggja ljósleiðara innanhúss milli inntaks og ljósbreytu.
    • Miðað er við að ljósbreyta sé staðsett í sama rými og inntaksbox eða farin sé einföld lagnaleið í annað rými ef viðskiptavinur óskar þess (viðmið okkar er að hámarki 4 klst. vinna tæknimanns/2 klst. vinna tveggja tæknimanna)
  • Ef viðskiptavinur óskar eftir frekari innanhúsvinnu geta tæknimenn okkar að sjálfsögðu sinnt því og ef hún er unnin í sömu heimsókn er veittur afsláttur af tímagjaldi tæknimanna (sjá verðskrá)
  • Dæmi um innanhúsvinnu fyrir viðskiptavini:
    • Innanhúslagnir milli herbergja
    • Innanhúslagnir í netdreifipunkta (t.d. UniFi) og uppsetning á netbúnaði
    • Innanhúslagnir vegna öryggismyndavéla, öryggishnappa o.fl.

 

Verðskrá stofngjalda

Heimili - Akureyri

Verð m.vsk.

Einbýlishús

Kr. 96.000,-

Raðhús, tvíbýli, þríbýli

Kr. 48.000,-

Fjölbýli (4+ fasteignir í staðfangi)

Kr. 24.000,-

Heimili – Þéttbýli utan Akureyrar

 

Hvert staðfang/þráður á framkvæmdatíma

Kr. 96.000,-

Fjölbýli (4+ fasteignir í staðfangi) pr. fasteign á framkvæmdatíma

Kr. 24.000,-

Hvert staðfang/þráður utan framkvæmdatíma*

Frá kr. 125.000,-*

Heimili – Dreifbýli

 

Hvert staðfang/þráður á framkvæmdatíma**

Kr. 250.000,-

Hvert staðfang/þráður utan framkvæmdatíma*

Frá kr. 390.000,-*

*Innifalið í grunnstofngjaldi er akstur fyrir vinnuhóp og tæknimann allt að 50 km frá Akureyri; 100m ljósleiðaralögn frá stofnstreng; frágangur ljósleiðara innanhúss; uppsetning ljósbreytu við inntak. Við stofngjald bætist viðeigandi akstursgjald og aukagjald vegna lagningar ljósleiðara umfram 100m frá stofnlögn samkv. verðskrá Tengis.

**Miðað við fasta búsetu.

 

Endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu:

Eigendum íbúðarhúsnæðis er endurgreiddur hluti (60% frá og með 1. september 2022) virðisaukaskatts (vsk.) af vinnu manna við íbúðarhúsnæði og fellur stofnkostnaður vegna ljósleiðaratenginga og vinna tæknimanna þar undir. Tímabundin hækkun endurgreiðslu (100%) var tímabundin frá 1. mars 2020 - 31. ágúst 2022 og var jafnframt víðtækari, þ.e. tók m.a. til frístundahúsnæðis. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér reglurnar nánar á heimasíðu Skattsins.

Hér er einnig hægt að finna ,,skref-fyrir-skref" leiðbeiningar fyrir viðskiptavini Tengis.

Þráðlaust net - WiFi

Það að fá ljósleiðara inn í fasteign breytir ekki þráðlausa netinu, þ.e. hver mikil drægni er af þeim búnaði sem er notaður/hve sterkt merki næst. Ljósleiðarinn gerir þér hins vegar kleift að ná mun meiri hraða á internetinu. Hraðaprófun með snúru í netbeini gefur til kynna hraða á tengingu en hraðatest á WiFi gefur aðeins til kynna hraða á þráðlausa netinu.

Ef þú færð gott þráðlaust merki við að vera nálægt netbeini en ert ekki ánægður með þráðlausa netið, mælum við með að þú ræðir við internetveituna sem þú ert hjá eða aðra sérfræðinga - eins og okkur!

 

Ýmis atriði sem geta truflað þráðlaust net 

Það er mjög margt sem getur haft áhrif á hraða og drægni á þráðlausu neti. Það getur þurft reyndan tæknimann til að gera prófanir og ráðleggja hvaða breytinga sé þörf.

  • Netbeinirinn sjálfur
    • Ef netbeinirinn er orðinn gamall gæti verið tímabært að uppfæra hann. Flestir eru með netbeini sem leigður er af viðkomandi þjónustuveitu, þannig að við mælum með að leita þangað og fá upplýsingar um hvort eitthvað nýrra og betra sé í boði. 
  • Tíðni þráðlausa netsins
    • 2,4 ghz  Þessi tíðni gefur meiri drægni en það næst minni gagnaflutnings hraði. Það er gagnlegt að nota þessa tíðni ef fjarlægð frá netbeini er meiri og eins styðja mörg tæki aðeins þessa tíðni, s.s. heimilistæki, reykskynjarar o.fl. 
    • 5 ghz     Þessi tíðni hefur styttri drægni en gagnaflutningshraðinn er meiri, það er því betra að tengjast þessari tíðni fyrir t.d. fartölvur og farsíma.
  • Staðsetning netbeinis
    • Gott að hann sé staðsettur miðsvæðis, ekki neðarlega á vegg, ekki inni í skáp eða bakvið húsgögn.
    • Hann sé ekki staðsettur nær vegg/horni en 30 cm
  • Fjöldi tækja sem tengjast þráðlausa netinu
    • Gott að leggja netkapal að öllum tækjum sem mögulegt er, s.s. sjónvarpi og borðtölvum, þannig að þau séu snúrutengd og trufli ekki þráðlausa netið.
  • Veggir og burðagrindur geta truflað þráðlaust net og dregið úr merkinu
    • Mjög algengt er að í stærri fasteignum dugi ekki að hafa einn netbeini
    • Í fasteign með steyptum burðarveggjum og jafnvel á mörgun hæðum, er algengt að settir séu þráðlausir punktar á allar hæðir eða í fjarlæg rými.
  • Stór málmtæki, s.s. ísskápar og stærri heimilistæki
  • Ýmis nálæg tæki
    • T.d. móðurstöðvar heimasíma, hátalarar og tæki sem senda frá sér bylgjur, s.s. örbylgjuofnar.

Frístundahús

Ef þú tekur þægindin sem fylgja ljósleiðaratengingu með þér ,,í sveitina" - gefur það þér tækifæri til að stunda nám eða vinnu þrátt fyrir að vera að heiman. Þú ert kominn með tryggt fjarskiptasamband og getur horft á sjónvarp, Netflix, YouTube eða hvað annað sem hugurinn girnist! Staðsetning þín er ekki lengur fyrirstaða! Þá er uppsetning öryggis- og eftirlitskerfa, t.d. myndavélabúnaðar, sífellt að færast í aukana í frístundahúsum.  

Eigendur frístundahúsa eru því í auknum mæli að óska eftir ljósleiðaratengingu en umfang slíkra tenginga er mjög mismunandi. Tenging í frístundahús er ólík tengingu með heilsársbúsetu, þar er oft stopul búseta og kostnaður við framkvæmdina getur verið lengi að borga sig upp. Ef við erum í framkvæmdum á svæðinu getum við í flestum tilfellum boðið lægri stofnkostnað en þegar við þurfum að fara sérstaklega í verkið. 

 

Fyrirtækjatengingar

Fyrirtækjatenging um ljósleiðara Tengis er öflug fjarskiptatenging, ætluð rekstraraðilum fyrirtækja. Þarfir fyrirtækja eru ólíkar, m.a. eftir stærðargráðu en við erum með lausnir sem henta öllum; litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum.

Þjónustustig fyrirtækjatenginga hjá Tengir er mismunandi eftir því hvaða þjónustuleið er valin. Þannig geta fyrirtæki valið þjónustleið með hærra þjónustustigi ef þörf er á.  Lítil fyrirtæki/einyrkjar geta auk þessa óskað eftir heimilistengingu (þjónustuskilmálar heimilistengingar eiga þá við) og er afgreiðsla þeirra metin hverju sinni*.

Um er að ræða þrjár megin þjónustuleiðir í smásölu (beint til endanotenda), sem síðan er hægt að sérsníða enn frekar eftir þörfum hvers viðskiptavinar ef þörf er á*. Á öllum þjónustuleiðum er í boði bitastraumsþjónusta frá Tengir eða öðrum þjónustuveitendum.

  • Ljósbox: Ljósleiðaraheimtaug á þjónustustigi 4. Í boði fyrir lítil fyrirtæki.
    • Bitastraumsþjónusta hjá Tengir: Gagnasamband frá 100Mb/s - 1Gb/s. Viðskiptavinur er ekki á einkaneti (ekki einka vLan rásir) og því ekki mögulegt að tengja saman útibú.
  • Ljósbraut: Ljósleiðaraheimtaug á þjónustustigi 3. Í boði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
    • Bitastraumsþjónusta hjá Tengir: Gagnasamband frá 100Mb/s - 1Gb/s. VLAN (x1-4) þjónustur. Samband um einkanet sem fer styðstu leið um ljósleiðaranetið frá viðskiptavin til þjónustuveitu.
  • Metro tenging: Ljósleiðaraheimtaug á þjónustustigi 2. Ætluð stærri fyrirtækjum og stofnunum.
    • Bitastraumsþjónusta hjá Tengir: Gagnasamband allt að 10Gb/s. Virk sambönd sem eru hringtengd innan Akureyrar og tryggð varasambönd frá Siglufirði og Húsavík til Akureyrar (um NATO streng). Fjöldi einkaneta í boði. Það er auðvelt að tengja saman starfsstöðvar inn á lokað og öruggt einkanet fyrirtækisins, t.d. höfuðstöðvar, verslanir, verksmiðjur eða starfsstöðvar viðskiptavina. Eins er mögulegt að forgangsraða gögnum, sem gerir notendum kleift að velja hvaða samskipti mega ekki verða fyrir töfum.

*ATH! Tengir áskilur sér rétt til að hafna afgreiðslu á ákveðnum þjónustuleiðum til fyrirtækja, ef Tengir telur að viðkomandi tenging sé óviðunandi miðað við rekstur þess fyrirtækis og geti mögulega haft skaðleg áhrif á rekstur þess, ef t.d. komi til brottfalls á þjónustu/bilunar á ljósleiðara.

**Ljósleiðaraheimtaug er svartur ljósleiðari, þ.e. ljósleiðaraþráður sem er leigður án endabúnaðar.

 

Þjónustustig fyrirtækjasambanda

upphæðir eru án vsk.

Þjónustustig 5 - Heimilistengingar:

  • Bilanaþjónusta: Milli kl. 08:00-16:00 alla virka daga
  • Viðhald og þjónustuviðgerðir: Milli kl. 08:00-16:00 alla virka daga
  • Viðgerð lokið: Innan þriggja virkra dag ef kostur er*
  • Þjónustubeiðnir vegna rofs/bilana eiga að berast frá þjónustuveitu viðskiptavinar

Þjónustustig 4 - Ljósbox:

  • Bilanaþjónusta: Milli kl. 08:00-16:00 alla virka daga
  • Viðhald og þjónustuviðgerðir: Milli kl. 08:00-16:00 alla virka daga
  • Viðbragð: Næsta virka dag
  • Viðgerð lokið: Innan þriggja virkra dag ef kostur er*
  • Útkall (á tímabilinu 16:30 – 08:00): kr. 61.000.- (innifalið 4 klst. vinna, eftir 4 klst. er tímagjald)
  • Þjónustubeiðnir vegna rofs/bilana eiga að berast frá þjónustuveitu viðskiptavinar

Þjónustustig 3 - Ljósbraut:

  • Bilanaþjónusta á milli kl. 08:00-16:00 alla virka daga
  • Viðhald og þjónustuviðgerðir: á milli kl. 16:00-21:00 virka daga
  • Viðbragð: Samdægurs ef tilkynnt fyrir kl. 14, annars næsta virka dag
  • Viðgerð lokið: Innan við einn virkan dag ef kostur er*
  • Útkall (á tímabilinu 16:30 – 08:00): kr. 61.000.- (innifalið 4 klst. vinna, eftir 4 klst. er tímagjald)
  • Þjónustubeiðnir vegna rofs/bilana eiga að berast frá þjónustuveitu viðskiptavinar

Þjónustustig 2 - MetroNet:

  • Sólarhringsvöktun** og forgangur í viðgerðarþjónustu
  • Viðhald og þjónustuviðgerðir: á milli kl. 00:00-06:00 virka daga
  • Viðbragð: innan við 1 klst.
  • Viðgerð lokið: Eins fljótt og auðið er*
  • Útkall vegna þjónusturofs: Innifalið
  • Þjónustubeiðnir geta borist í bakvaktanúmer, allan sólarhringinn, allan ársins hring

Þjónustustig 1 - Stofnnet:

  • Sólarhringsvöktun** og forgangur í viðgerðarþjónustu
  • Viðhald og þjónustuviðgerðir: á milli kl. 04:00-06:00 virka daga
  • Viðbragð: samstundis
  • Viðgerð lokið: Eins fljótt og auðið er*
  • Útkall vegna þjónusturofs: Innifalið
  • Þjónustubeiðnir geta borist í bakvaktanúmer, allan sólarhringinn, allan ársins hring

 

*Verði rof á ljósleiðarasteng sem hefur áhrif á mörg ljósleiðarasambönd er ávallt brugðist við eins fljótt og auðið er. Samsetningu ljósleiðarastrengs er forgangsraðað eftir þjónustuviðmiði viðeigand sambanda, þar sem viðgerð á stórum ljósleiðarastreng getur tekið upp í nokkra sólarhringa.

**Aðeins sambönd sem eru á bitastraumskerfi Tengis eru möguleg í vöktun hjá Tengir. Vöktun og bilanatilkynningar á svörtum ljósleiðara eru í höndum viðeigandi þjónustuveitu hverju sinni.

Greiðsluskilmálar

Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir allri notkun búnaðarins og þjónustu honum tengdum. Viðskiptavinur ber einnig fulla ábyrgð á greiðslum til Tengir vegna notkunar á ljósleiðaraþjónustu, óháð því hvort notkunin hafi verið heimiluð eða ekki. Glati viðskiptavinur fjarskiptabúnaði í eigu Tengis eða honum  er stolið, ber viðskiptavini að tilkynna það til Tengis tafarlaust.

 

GREIÐSLULEIÐIR

Nokkrar leiðir eru í boði til að greiða mánaðargjald ljósleiðara en greiðslugjald leggst á mánaðargjald ljósleiðarans eftir því sem við á.

  • Prentaður reikningur sendur í bréfpósti, greiðslugjald kr. 415,- 
  • Reikningur í heimabanka og tölvupóst, greiðslugjald kr. 167,- 
  • Rafrænn reikningur, greiðslugjald kr. 293,- 
  • Kreditkortasamningur, ekkert greiðslugjald 

Hafi viðskiptavinur áhuga á að breyta greiðslumáta er velkomið að hafa samband við okkur í síma 4 600 460 eða senda okkur tölvupóst á tengir@tengir.is og við höfum samband við fyrsta tækifæri!

 

VANSKIL

Við hjá Tengir hf., leggjum áherslu á góða innheimtuhætti og bendum viðskiptavinum okkar á að hafa samband við fyrsta tækifæri komi til vanskila, til að semja um greiðslu. Þannig er hægt að komast hjá frekari kostnaði vegna innheimtuaðgerða.

Kostnaður við milliinnheimtu er breytilegur með hliðsjón af höfuðstól kröfu í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 133/2010.

Ferli vegna vanskila er með eftirfarandi hætti:

  • 5 dögum eftir eindaga fellur innheimtukostnaður á reikninginn, 950,- kr.
  • 35 dögum eftir eindaga er sent milliinnheimtubréf til viðskiptavinar og fellur innheimtukostnaður á reikning, 2.100,- kr.
  • Fyrsta ítrekun milliinnheimtubréfs, 2.100,- kr.
  • Önnur ítrekun milliinnheimtubréfs, 2.100,- kr.
  • Í milliinnheimtuferli geta viðskiptavinir átt von á símtali frá okkur, SMS og/eða tölvupósti, innheimtukostnaður vegna símtals er 550,- kr.
  • Ef tveir reikningar eru gjaldfallnir eða elsti reikningur í skuld eldri en tveggja mánaða, er send lokunartilkynning til viðskiptavinar.
  • Ef þriðji reikningur gjaldfellur, eða elsti gjaldfallni reikningur í skuld er orðinn þriggja mánaða, er lokað fyrir ljósleiðaratengingu vegna vanskila, án frekari viðvörunar.

 

Ekki er opnað á línu aftur fyrr en búið er að gera upp skuldina og greiða opnunargjald ljósleiðara.

  • Opnunargjald ljósleiðara eftir lokun vegna vanskila: 5.000,- kr.

Uppsögn á þjónustu

Ef segja á upp ljósleiðaraheimtaug hjá Tengir, þarf viðskiptavinur að senda tölvupóst á netfangið uppsogn@tengir.is

  • Báðir aðilar, Tengir og viðskiptavinur, geta sagt upp notkun á ljósleiðara Tengis.
  • Segi viðskiptavinur upp ljósleiðarheimtaug, þarf uppsögn að berast Tengi skriflega, á netfangið uppsogn@tengir.is, eigi síðar en 25. dags þess mánaðar til að hún taki gildi um komandi mánaðarmót. Berist uppsögn síðar, tekur hún gildi þar næstu mánaðarmót. 
  • Viðskiptavinum er bent á að uppsögn á notkun ljósleiðara jafngildir ekki uppsögn á þjónustu um ljósleiðara, þ.e. interneti, sjónvarpsáskrift og heimasíma. Segja þarf slíkri þjónustu upp hjá viðkomandi fjarskiptafélagi. 
  • Á sama hátt er uppsögn á þjónustu hjá viðkomandi þjónustuveitu ekki sjálfkrafa uppsögn á ljósleiðaraheimtaug Tengis. 

Ertu að byggja eða breyta?

Hugað að ljósleiðara frá upphafi

Það er mikilvægt að gera ráð fyrir fjarskiptalögnum strax á hönnunarstigi, bæði ljósleiðaratengingu inn í fasteign og netlögnum innanhúss. Til að hægt sé að virkja ljósleiðarasamband strax við flutning inn í nýja fasteign, mælum við með að haft sé samband við okkur hjá Tengir strax á byggingarstigi húss, til að fá upplýsingar frá hönnuðum ljósleiðarakerfisins og hafa okkur með í ráðum varðandi frágang fjarskiptalagna. 

Inntak fyrir ljósleiðara

Er alla jafna staðsett þar sem gott aðgengi er í sameignarrými eða að fjarskiptamiðju heimilisins, t.d. smáspennutöflu, svo auðveldara sé að leggja ljósleiðaralögn innanhúss. Þá er æskilegt að gera ráð fyrir að netkapalslögnum (Cat5 eða Cat6) að öllum tækjum sem gert er ráð fyrir að nota (sjónvörp, tölvur o.s.frv.) á framtíðar heimilinu. 

Tengipunktur ljósleiðarans við innanhúslagnir á sér stað í inntaksboxi/húskassa. Ljósleiðari að inntaksboxi og sjálft inntaksboxið er í eigu Tengis hf., en húseigendur eru ábyrgir fyrir innanhúslögnum frá þeim tengipunkti. Húseigendur bera ábyrgð á öllu viðhaldi, breytingum og endurnýjun innanhúslagna.

Reglugerðir um fjarskiptalagnir

Fjarskiptastofa gefur út reglur um fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði (Nr. 1111/2015) og bendum við viðskiptavinum og hönnuðum fjarskiptalagna á að kynna sér þær. Þá bendum við einnig á staðalinn ÍST 151:2016 um fjarskiptalagnir i íbúðarhúsnæði.

 

Lóðarframkvæmdir

Þegar þú hugar að framkvæmdum á þinni lóð, er mikilvægt að byrja á að kynna sér fyrirliggjandi lagnir áður en farið er af stað til að koma í veg fyrir tjón. Hægt er að senda beiðni um teikningar af lögnum Tengis gegnum heimasíðuna (neðst á síðunni sem opnast) eða með því að senda tölvupóst á tengir[hjá]tengir.is. 

 

Ljósleiðari frá Tengir þegar til staðar 

Ljósleiðari Tengis er alla jafna lagður í appelsínugul ídráttarrör og eiga alla jafna að liggja á a.m.k. 30 cm dýpi. Það er þó ekki alltaf raunin og þau geta bæði legið mun ofar og mun neðar. Því er mjög mikilvægt að fara sér hægt og kynna sér legu ljósleiðarans, fá teikningar og mögulega útsetningu á fyrirliggjandi lögnum til að komast hjá óþarfa tjóni. 

 

Á eftir að leggja ljósleiðara

Ef það er ekki búið að leggja ljósleiðara frá Tengir inn í fasteign, þá mælum við með að haft sé samband við okkur og farið yfir framkvæmdirnar og hönnun lagnaleiðar fyrir ljósleiðarann. Með því móti er mögulegt að leggja ídráttarrör frá Tengir í lóðina samhliða framkvæmdum og komast hjá frekara jarðraski síðar.

 

Færsla á inntaksboxi

Við bendum á að inntaksbox eru uppsett samkvæmt óskum íbúa/húseigenda hverju sinni. Ef viðskiptavinir vilja færa inntaksbox, er best að senda beiðni þar um á tengir[hjá]tengir.is og við munum hafa samband og bóka heimsókn tæknimanns. Umfang færslu á inntaksboxi er mjög mismunandi og því er Tengir ekki með fast verð heldur er verkið unnið í tímavinnu. Sé t.d. um að ræða styttingu á lagnaleið tekur færslan mun skemmri tíma en í tilfellum þar sem leggja þarf nýjan ljósleiðarastreng inn í fasteign. 

 

Stefnur Tengis

Hér er að finna opinberar stefnur Tengis.

Persónuverndarstefna Tengis

I. ALMENNT

Persónuvernd þín skiptir Tengir hf. miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Tengis hf.

 

II. PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

 

III. ÁBYRGÐ

Tengir hf. ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Tengir hf., staðsett að Fjölnisgötu 6c, 603 Akureyri, er löglegur stjórnandi þeirra persónuupplýsinga sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við okkur að Fjölnisgötu 6c, með því að senda skriflega fyrirspurn á personuvernd@tengir.is eða með því að hringja í síma 4600 460.

Um öryggi gagna um fjarskiptameðferð og fjarskiptanotkun gilda ákvæði laga um fjarskipti nr. 81/2003. Þar er að finna sérstök fyrirmæli um meðferð gagnanna og leynd fjarskipta. Allir starfsmenn okkar eru þannig lögum samkvæmt bundnir þagnarskyldu um allt sem tengist fjarskiptaumferð og fjarskiptanotkun. Brot gegn þagnarskyldu varðar allt að tveggja ára fangelsi.

 

IV. SÖFNUN OG NOTKUN

Til að við getum veitt þér þjónustu þurfum við að mótttaka ýmsar persónuupplýsingar. Þetta eru upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang. Þá geymum við einnig upplýsingar um þann þjónstuaðila sem þú kaupir fjarskiptaþjónustu af. Að auki gætum við þurft að fá frekari upplýsingar um óskir þínar eða þarfir tengdar þjónstunni. Þessar upplýsingar notum við til að:

  • Geta stofnað þjónustusamning við þig og haft samband við þig varðandi þjónustuna.
  • Geta veitt þér þá þjónustu sem þú óskar eftir.
  • Til að geta uppfyllt kaup þín og/eða leigu á þjónstu, búnaði eða öðru.
  • Stofnað reikninga vegna stofnkostnaðar ljósleiðara og/eða mánaðarlegs afnotagjalds ljósleiðara Tengis hf.

Persónuvernd á vefsíðum okkar: Þú getur skoðað og notað vefsvæði Tengir hf. án þess að gefa upp nokkrar persónulegar upplýsingar. Við söfnum ekki upplýsingum sem vafri þinn sendir þegar þú nýtir þér þjónustu okkar, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar þinnar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum og önnur talnagögn.

Það kann að vera að við notum vefkökur (e. cookies) og sambærilega tækni til þess að safna upplýsingum um notkun þína á vefsíðum okkar. Þetta gerir okkur kleift að hanna vefsíður okkar þannig að þær gagnist þér sem best.

Notkun á þjónustusíðu okkar ,,Mínar síður“ er hins vegar eingöngu fyrir viðskiptavini okkar og til að komast þangað inn þarf að gefa upp notandanafn og lykilorð. Upplýsingar um umferð viðskiptavina um síðuna eru geymdar til að geta þjónustað þig.

Við geymum upplýsingar um nafn þitt, kennitölu og tegund/umfang/dagsetningu þjónustu til að geta uppfyllt skyldu okkar samkvæmt bókhaldslögum. Einnig geymum við upplýsingar um vörukaup, reikningssögu, reikningsupphæðir, skuldasögu og önnur atriði er tengjast reikningagerð.

 

V. MIÐLUN

Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í IV. kafla eða í næstu málsgrein.

Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.

Þá er athygli þín vakin á að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar. Athygli þín er vakin á að með því að tengja saman síðureikning þinn og samfélagsmiðlareikninginn þinn gefur þú okkur leyfi til að deila upplýsingum með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar og notkun þeirra upplýsinga sem við deilum stjórnast af stefnu samfélagsmiðilsins um persónuvernd. Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingum þínum sé deilt með öðrum notendum eða með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar, skaltu ekki tengja samfélagsmiðlareikninginn þinn við síðureikninginn eða deila efni inn á samfélagsmiðla frá síðunni.

 

VI. ÞRIÐJU AÐILAR

Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ.á.m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.  

Í vissum tilvikum kunnum við að veita þriðju aðilum upplýsingar um þig til að hægt sé að veita umbeðna þjónustu. Sé slíkt gert er gerður vinnslusamningur við þann aðila þar sem sett eru skilyrði um meðferð og öryggi gagna.

Eins og kveðið er á um í lögum um fjarskipti, getur okkur okkur í vissum tilfellum verið skylt að veita opinberum aðilum upplýsingar.

 

VII. VERNDUN

Tengir hf. leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar. Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum spjallrás eða Facebook síðu Tengis hf.

Ef þú telur að persónuupplýsingum um þínum hafi verið stefnt í hættu óskum við eftir að fá upplýsingar um það. Einnig er hægt að tilkynna atvik til eftirlitsstofnana. Persónuvernd fer með eftirlit með meðferð persónuupplýsinga og Póst- og fjarskiptastofnun fer með eftirlit með meðferð fjarskiptaupplýsinga og öryggi fjarskiptakerfa. Hægt er að beina kvörtunum til þessara stofnanna ef grunur leikur á um að brotið hafi verið gegn fyrirmælum laga og reglna.

Við viljum einnig taka fram að gagnaflutningur á internetinu er aldrei fullkomlega öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu.

 

VIII. VARÐVEISLA

Tengir hf. reynir eftir fremsta megni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum. Við varðveitum persónuupplýsingar um þig í að hámarki tvö ár frá lokum viðskipta nema þú hafir með samþykki þínu veitt okkur heimild til að varðveita þær lengur eða ef okkur er það nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldu. Við munum fara yfir allar persónuupplýsingar um þig einu sinni á ári og endurskoða hvort okkur sé heimilt að varðveita þær áfram. Ef við ákveðum að okkur sé ekki heimilt að varðveita þær áfram, munum við hætta allri vinnslu með persónuupplýsingarnar frá þeim tíma. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.

 

IX. RÉTTINDI ÞÍN

Þú átt rétt á og getur óskað eftir eftirfarandi upplýsingum með því að senda skriflega fyrirspurn á personuvernd@tengir.is:

  • að fá að vita hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig og hvernig þær eru tilkomnar og fá aðgang að persónuupplýsingunum,
  • að fá upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar um þig séu unnar,
  • að persónuupplýsingar um þig séu uppfærðar og leiðréttar,
  • að persónuupplýsingum um þig sé eytt, ef ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær,
  • að andmæla og / eða takmarka hvernig persónuupplýsingar séu unnar,
  • að fá afhendar persónuupplýsingar sem þú hefur látið okkur í té eða að þær séu sendar beint til annars aðila með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra setja,
  • að afturkalla samþykki þitt til vinnslu þegar vinnsla byggist á þeirri heimild með sama hætti og þú gafst það eða með því að senda á okkur skriflega fyrirspurn,
  • að fá upplýsingar um hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, þ.m.t. gerð persónusniðs og þau rök sem þar liggja að baki og einnig þýðingu og fyrirhugaðar afleiðingar slíkrar vinnslu.

 

Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Athygli er vakin á að innheimt er sérstakt ljósritunargjald ef farið er fram á fleira en eitt afrit. Þér verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verði við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar.

 

X. BREYTINGAR

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins; http://www.tengir.is. Við tökum öllum athugasemdum um persónuverndarstefnuna fagnandi og hvetjum þig til að senda okkur fyrirspurn.

 

 

Akureyri, 15. júní 2018

Öryggis- og upplýsingaöryggisstefna Tengis

Tengir hf. er fjarskiptafyrirtæki sem þjónustar bæði heimili og atvinnulíf. Ekkert sem Tengir hf. gerir er svo mikilvægt að það réttlæti að starfsfólk eða aðrir hætti lífi sínu eða heilsu við vinnu. Félagið vill vera til fyrirmyndar í öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfismálum með gildi fyrirtækisins; TraustSamvinnaFagmennska að leiðarljósi.

Félagið hefur mótað öryggisstefnu sína með það í huga að uppfylla kröfur laga um fjarskipti nr. 81/2003, lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og samkvæmt ÍST27001 um upplýsingaöryggi.    

Það er markmið Tengis hf. að öryggi upplýsinga sé óaðskiljanlegur hluti reksturs fjarskiptakerfisins. Innleiðing öryggisstefnu og framkvæmd hennar er mikilvæg til að starfsmenn, samstarfsaðilar og viðskiptavinir hafi þess fullvissu um að Tengir hf. stjórni öryggi upplýsinga sinna með ábyrgum hætti.

Markmið Öryggisstefnu Tengis er að tryggja samfelldan rekstur og lágmarka rekstraráhættu, auk þess að vernda gögn og upplýsingar eins vel og kostur er, í samræmi við fyrirmæli yfirvalda, lög og reglugerður.

Öryggisstefnan á við um alla starfsemi Tengis, svo sem framkvæmda, samskipta, skráninga, geymslu og eyðingar upplýsinga. Hún tekur jafnframt til húsnæðis og búnaðar þar sem upplýsingar eru meðhöndlaðar eða vistaðar.

Tengir vill reka öruggan og heilsusamlegan vinnustað með því að:

  • Allir starfsmenn taki virkan þátt í öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfismálum
  • Stuðla að góðri heilsu starfsmanna, öruggu starfsumhverfi og góðum starfsskilyrðum
  • Allir starfsmenn séu talsmenn aukins öryggis á vinnustaðnum og leitist við að koma auga á, meta og draga úr hættum í vinnuumhverfinu
  • Hafa öryggi að leiðarljósi við hönnun fjarskiptakerfis og stjórnun framkvæmda
  • Viðhalda og efla þekkingu og þjálfun starfsfólks til að ná sem bestum árangri í öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfismálum
  • Bæta verkferla til að samræma og viðhafa bestu og öruggustu vinnubrögð hverju sinni
  • Öryggisbúnaður sé ávallt til staðar, hann skoðaður og prófaður reglulega og standist þær öryggiskröfur sem til hans eru gerðar
  • Starfsmenn nýti sér ávallt viðeigandi öryggisbúnað við störf sín
  • Leggja ríka áherslu á fyrirbyggjandi og reglulegt viðhald, til að tryggja öryggi, áreiðanleika og endingu fjarskiptakerfisins
  • Hámarka uppitíma og bregðast strax við bilanatilkynningum
  • Skrá atvik, slys og ófullnægjandi aðstæður sem ollið geta slysum/óhöppum, greina orsakir og gera umbætur
  • Verja gögn og upplýsingar fyrir innri- og ytri ógnum
  • Að trúnaðarupplýsingar séu óaðgengilegar eða berist ekki til óviðkomandi 
  • Tilkynna til framkvæmdastjóra/öryggisfulltrúa öll frávik, brot eða grun um bresti í upplýsingaöryggi
  • Að vinna að stöðugum umbótum

Ábyrgð á framkvæmd og viðhaldi öryggisstefnu Tengis hf. er í höndum framkvæmdastjóri. Hana ber að endurskoða reglulega en ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Öryggisfulltrúi og stjórnendur félagsins bera ábyrgð á innleiðingu hennar.


Um ljósleiðara

Ljósleiðari… hárþunnur glerþráður sem getur flutt gögn næstum á hraða ljóssins í báðar áttir! 


 


Gagnaflutningur um ljósleiðara


Ljósleiðari er bæði nútíð og framtíð þegar kemur að gagnaflutningi og tilkoma hans hefur valdið byltingu í samskiptatækni. Ljósleiðarinn leysir af hólmi koparvírinn sem sá um gagnaflutning í fortíðinni, en þrátt fyrir ágæti koparsins uppfyllir geta hans til gagnaflutnings ekki kröfur nútíma neytanda. Internet, sjónvarp og heimasími, allt þarf þetta línu til að flytja gögn frá einum stað til annars. Ljósleiðarinn er þeim eiginleikum búinn að hann getur flutt gögn mjög langa vegalengd á mjög skömmum tíma, auk þess að hann getur flutt gögn jafn hratt í báðar áttir. Gagnamagnið sem ljósleiðari getur flutt er háð endabúnaði (ljósbreyta) sem settur er á sitthvorn enda hans.


 


1 Gb/s í báðar áttir!


Ljósbreytur Tengis gefa viðskiptavinum kost á allt að 1 Gb/s gagnaflutningshraða (1000 Mb/s) í bæði upp- og niðurhal. Til samanburðar er gagnaflutningshraði á kopartengingu ekki samhraða (t.d. ADSL eða VDSL/Ljósnet) en á kopar er hægt að ná allt að 100 Mb/s hraða niðurhald en aðeins 25 Mb/s upphal.


 


Ljósleiðarinn er því að minnsta kosti tífalt öflugri! Er þetta einhver spurning?


 


Heimilistengingar

Ljósleiðaratenging er hágæðasamband sem uppfyllir kröfur nútíma heimilis og rúmlega það! Hraði netsambandsins er slíkur að mörg snjalltæki, tölvur og sjónvörp geta hlaðið niður efni á sama tíma án þess að það hafi áhrif á gæði streymis. Með ljósleiðaratengingu getur þú því verið með öflugt netsamband, sjónvarp og heimasíma. 


Tengir hefur lagt ljósleiðara inn á heimili í yfir áratug, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Ljósleiðaranetið nær til flestra þéttbýliskjarna á Norðurlandi eystra, þó uppbygging þess sé mislangt á vel komin. Að auki hófumst við handa við lagningu ljósleiðara á Vopnafirði sumarið 2021.


 


Ljósleiðaranet Tengis er orðið víðfeðmt í dreifbýli á öllu starfssvæðinu, en Tengir á og/eða rekur ljósleiðaranet í nær öllum sveitarfélögum á Norðurlandi eystra, í hluta Húnaþings vestra, Fljótsdalshrepp og Vopnafjarðarhrepp.


 


Getur þú tengst?

Hægt er að kanna stöðuna fasteignar á ljósleiðaraneti Tengis hér á heimasíðunni, undir ,,get ég tengst". Þegar búið er að flétta fasteigninni upp, er hægt að sýna áhuga á að fá ljósleiðaratengingu, óháð því á hvaða stigi ljósleiðaravæðingar fasteignin er. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á okkur gegnum heimasíðuna.


 


1 Gb/s í báðar áttir!

Ljósbreytur Tengis gefa viðskiptavinum kost á allt að 1 Gb/s gagnaflutningshraða (1000 Mb/s) í bæði upp- og niðurhal. Til samanburðar er gagnaflutningshraði á kopartengingu ekki samhraða (t.d. ADSL eða VDSL/Ljósnet) en á kopar er hægt að ná allt að 100 Mb/s hraða niðurhald en aðeins 25 Mb/s upphal.


 


Aðeins eitt línugjald - ekki viðbót!

Mánaðarverð ljósleiðara Tengis til heimila er það sama á öllu starfssvæðinu, hvort heldur sem er í þéttbýli eða dreifbýli og það er innheimt beint af Tengir. Viðskiptavinir Tengis greiða ekki línugjald til annarra fjarskiptafyrirtækja og við flutning af t.d. kopar yfir á ljósleiðara, fellur ,,línugjald" út af reikningi þeirrar þjónustuveitu sem viðskiptavinur skiptir við, þ.e. þar sem hann er með internet/sjónvarp/heimasíma.


 


Tengir opið öllum þjónustuveitum

Tengir rekur opið fjarskiptanet, þ.e. öllum fjarskiptafyrirtækjum stendur til boða að bjóða þjónustur til viðskiptavina gegnum ljósleiðara frá Tengir. Þjónustuveitur sem nýta ljósleiðara Tengis í dag eru Hringdu, Hringiðan, NOVA, Síminn og Vodafone. Viðskiptavinir ættu því að geta haldið sinni internetþjónustu óbreyttri við flutning yfir á Ljósleiðara Tengis – þjónustan verður bara betri, með margfalt öflugra og traustara sambandi alla leið heim í stofu!  

Verðskrá

Öll verð eru með vsk.


 


Mánaðarlegt aðgangsgjald á ljósleiðara Tengis
























AkureyriKr. 3.790,- 
Þéttbýli utan AkureyrarKr. 3.790,- 
DreifbýliKr. 3.790,- 
Frístundahús/sumarhúsKr. 3.790,- 

 

Vettvangsþjónusta - tæknimenn





























Tæknimaður*Kr. 11.708,- tímagjald dagvinna
Útkall – neyðarþjónusta utan opnunartíma**Kr. 56.191,- 4 klst. næturvinna 
Útkall – tímagjald utan opnunartíma Kr. 17.560,-tímagjald næturvinna
Akstur innanbæjar/AkureyriKr. 2.852,-einingaverð
Akstur utanbæjar á verkstaðKr. 185,-pr./km

*Ef viðskiptavinur óskar eftir frekari innanhússvinnu en innifalin er í stofnkostnaði og hún unnin á sama tíma og ljósleiðari er tekinn inn og settur upp inni á heimili, s.s. vegna frekari innanhúslagna, uppsetningar á ýmsum netbúnaði- og eða myndavélakerfum.


** Útkall er aldrei minna en 4 tímar og miðast verðskráin við það. Pöntun á útkalli til heimilisnotenda fer fram í gegnum viðeigandi þjónustuveitu.


 


Greiðslugjöld



















Prentaður reikningur sendur í bréfpóstiKr. 440,-  
Reikningur í heimabanka og tölvupóstiKr. 167,-  
KreditkortasamningurKr. 0,-  

 


Ýmis önnur verð
























Færsla á inntaksboxiTímavinna  
Akstursgjald (vinnuflokkur/tæki) umfram 50 kmKr. 674,- pr./km
Akstursgjald ljóstæknimanna umfram 50 kmKr. 313,- pr./km
Metraverð ljósleiðaralagningar umfram 100 mKr. 758,-pr./m

 


Endurvirkjunargjald



















AkureyriÁ ekki við  
Utan Akureyrar*Kr. 9.900,- pr./km
Akstursgjald umfram 50 kmKr. 313,- pr./km

 *Einingaverð endurvirkjunargjalds utan Akureyrar innifelur akstur í allt að 25 km fjarlægð frá Akureyri/50 km akstur. Eftir það bætist við einingaverð pr/km.

Stofnkostnaður heimilistenginga

Lagning ljósleiðara er kostnaðarsöm framkvæmd og fjölþætt. Þegar ljósleiðari er settur inn á heimili þarf eigandi fasteignar að greiða stofnkostnað samkvæmt verðskrá Tengis, áður en framkvæmdir hefjast. Stofnkostnaður ljósleiðaratengingar er lítill hluti heildarkostnaðar við að tengja hverja eign við ljósleiðaranetið, en ávallt er reynt að halda stofnkostnaði eins hóflegum og mögulegt er. Tekur hann því mið af tegund og staðsetningu fasteignar, þáttum sem hafa mikil áhrif á heildarkostnaðinn en að auki er hann ávallt lægri ef ljósleiðari er tekinn inn í fasteign þegar Tengir er við framkvæmdir á viðkomandi svæði. 


Verðskrá til heimila er þríþætt; verðskrá á Akureyri, verðskrá í öðrum þéttbýliskjörnum á starfssvæðinu, verðskrá í dreifbýli. Grunnverð miðar ávallt að því að Tengir sé í framkvæmdum á viðkomandi svæði, en ef fara þarf í sér ferð til að leggja ljósleiðara inn á heimili, leggst viðbótar kostnaður ofan á grunnverð samkvæmt verðskrá. Viðbótar kostnaður á m.a. við um flutning á vinnuflokk og tækjabúnaði. Í dreifbýli bætist auk þess við kostnaður ef um er að ræða ljósleiðaralögn sem er meira en 100 metrum frá stofnlögn Tengis. Uppbygging ljósleiðara í dreifbýli er þó að mestu lokið með tilstuðlan verkefnisins ,,Ísland ljóstengt" en auk Tengis, styrktu sveitarfélög og Fjarskiptasjóður verkefnið. 


 


Hvað er innifalið í stofnkostnaði?


  • Vinna við að koma ljósleiðara inn í hús til notanda, þ.m.t. jarðvinna, tengivinna o.fl.

  • Vinna tæknimanna við uppsetningu inntaksbox fyrir ljósleiðarann í sama rými og hann er tekinn inn í fasteign

  • Vinna tæknimanna við að leggja ljósleiðara innanhúss milli inntaks og ljósbreytu.

    • Miðað er við að ljósbreyta sé staðsett í sama rými og inntaksbox eða farin sé einföld lagnaleið í annað rými ef viðskiptavinur óskar þess (viðmið okkar er að hámarki 4 klst. vinna tæknimanns/2 klst. vinna tveggja tæknimanna)



  • Ef viðskiptavinur óskar eftir frekari innanhúsvinnu geta tæknimenn okkar að sjálfsögðu sinnt því og ef hún er unnin í sömu heimsókn er veittur afsláttur af tímagjaldi tæknimanna (sjá verðskrá)

  • Dæmi um innanhúsvinnu fyrir viðskiptavini:

    • Innanhúslagnir milli herbergja

    • Innanhúslagnir í netdreifipunkta (t.d. UniFi) og uppsetning á netbúnaði

    • Innanhúslagnir vegna öryggismyndavéla, öryggishnappa o.fl.




 


Verðskrá stofngjalda

















































Heimili - Akureyri



Verð m.vsk.



Einbýlishús



Kr. 96.000,-



Raðhús, tvíbýli, þríbýli



Kr. 48.000,-



Fjölbýli (4+ fasteignir í staðfangi)



Kr. 24.000,-



Heimili – Þéttbýli utan Akureyrar



 



Hvert staðfang/þráður á framkvæmdatíma



Kr. 96.000,-



Fjölbýli (4+ fasteignir í staðfangi) pr. fasteign á framkvæmdatíma



Kr. 24.000,-



Hvert staðfang/þráður utan framkvæmdatíma*



Frá kr. 125.000,-*



Heimili – Dreifbýli


 

Hvert staðfang/þráður á framkvæmdatíma**



Kr. 250.000,-



Hvert staðfang/þráður utan framkvæmdatíma*



Frá kr. 390.000,-*



*Innifalið í grunnstofngjaldi er akstur fyrir vinnuhóp og tæknimann allt að 50 km frá Akureyri; 100m ljósleiðaralögn frá stofnstreng; frágangur ljósleiðara innanhúss; uppsetning ljósbreytu við inntak. Við stofngjald bætist viðeigandi akstursgjald og aukagjald vegna lagningar ljósleiðara umfram 100m frá stofnlögn samkv. verðskrá Tengis.


**Miðað við fasta búsetu.


 


Endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu:

Eigendum íbúðarhúsnæðis er endurgreiddur hluti (60% frá og með 1. september 2022) virðisaukaskatts (vsk.) af vinnu manna við íbúðarhúsnæði og fellur stofnkostnaður vegna ljósleiðaratenginga og vinna tæknimanna þar undir. Tímabundin hækkun endurgreiðslu (100%) var tímabundin frá 1. mars 2020 - 31. ágúst 2022 og var jafnframt víðtækari, þ.e. tók m.a. til frístundahúsnæðis. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér reglurnar nánar á heimasíðu Skattsins.


Hér er einnig hægt að finna ,,skref-fyrir-skref" leiðbeiningar fyrir viðskiptavini Tengis.

Þráðlaust net - WiFi

Það að fá ljósleiðara inn í fasteign breytir ekki þráðlausa netinu, þ.e. hver mikil drægni er af þeim búnaði sem er notaður/hve sterkt merki næst. Ljósleiðarinn gerir þér hins vegar kleift að ná mun meiri hraða á internetinu. Hraðaprófun með snúru í netbeini gefur til kynna hraða á tengingu en hraðatest á WiFi gefur aðeins til kynna hraða á þráðlausa netinu.


Ef þú færð gott þráðlaust merki við að vera nálægt netbeini en ert ekki ánægður með þráðlausa netið, mælum við með að þú ræðir við internetveituna sem þú ert hjá eða aðra sérfræðinga - eins og okkur!


 


Ýmis atriði sem geta truflað þráðlaust net 

Það er mjög margt sem getur haft áhrif á hraða og drægni á þráðlausu neti. Það getur þurft reyndan tæknimann til að gera prófanir og ráðleggja hvaða breytinga sé þörf.



  • Netbeinirinn sjálfur

    • Ef netbeinirinn er orðinn gamall gæti verið tímabært að uppfæra hann. Flestir eru með netbeini sem leigður er af viðkomandi þjónustuveitu, þannig að við mælum með að leita þangað og fá upplýsingar um hvort eitthvað nýrra og betra sé í boði. 



  • Tíðni þráðlausa netsins

    • 2,4 ghz  Þessi tíðni gefur meiri drægni en það næst minni gagnaflutnings hraði. Það er gagnlegt að nota þessa tíðni ef fjarlægð frá netbeini er meiri og eins styðja mörg tæki aðeins þessa tíðni, s.s. heimilistæki, reykskynjarar o.fl. 

    • 5 ghz     Þessi tíðni hefur styttri drægni en gagnaflutningshraðinn er meiri, það er því betra að tengjast þessari tíðni fyrir t.d. fartölvur og farsíma.



  • Staðsetning netbeinis

    • Gott að hann sé staðsettur miðsvæðis, ekki neðarlega á vegg, ekki inni í skáp eða bakvið húsgögn.

    • Hann sé ekki staðsettur nær vegg/horni en 30 cm



  • Fjöldi tækja sem tengjast þráðlausa netinu

    • Gott að leggja netkapal að öllum tækjum sem mögulegt er, s.s. sjónvarpi og borðtölvum, þannig að þau séu snúrutengd og trufli ekki þráðlausa netið.



  • Veggir og burðagrindur geta truflað þráðlaust net og dregið úr merkinu

    • Mjög algengt er að í stærri fasteignum dugi ekki að hafa einn netbeini

    • Í fasteign með steyptum burðarveggjum og jafnvel á mörgun hæðum, er algengt að settir séu þráðlausir punktar á allar hæðir eða í fjarlæg rými.



  • Stór málmtæki, s.s. ísskápar og stærri heimilistæki

  • Ýmis nálæg tæki

    • T.d. móðurstöðvar heimasíma, hátalarar og tæki sem senda frá sér bylgjur, s.s. örbylgjuofnar.



Frístundahús

Ef þú tekur þægindin sem fylgja ljósleiðaratengingu með þér ,,í sveitina" - gefur það þér tækifæri til að stunda nám eða vinnu þrátt fyrir að vera að heiman. Þú ert kominn með tryggt fjarskiptasamband og getur horft á sjónvarp, Netflix, YouTube eða hvað annað sem hugurinn girnist! Staðsetning þín er ekki lengur fyrirstaða! Þá er uppsetning öryggis- og eftirlitskerfa, t.d. myndavélabúnaðar, sífellt að færast í aukana í frístundahúsum.  


Eigendur frístundahúsa eru því í auknum mæli að óska eftir ljósleiðaratengingu en umfang slíkra tenginga er mjög mismunandi. Tenging í frístundahús er ólík tengingu með heilsársbúsetu, þar er oft stopul búseta og kostnaður við framkvæmdina getur verið lengi að borga sig upp. Ef við erum í framkvæmdum á svæðinu getum við í flestum tilfellum boðið lægri stofnkostnað en þegar við þurfum að fara sérstaklega í verkið. 


 

Fyrirtækjatengingar

Fyrirtækjatenging um ljósleiðara Tengis er öflug fjarskiptatenging, ætluð rekstraraðilum fyrirtækja. Þarfir fyrirtækja eru ólíkar, m.a. eftir stærðargráðu en við erum með lausnir sem henta öllum; litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum.


Þjónustustig fyrirtækjatenginga hjá Tengir er mismunandi eftir því hvaða þjónustuleið er valin. Þannig geta fyrirtæki valið þjónustleið með hærra þjónustustigi ef þörf er á.  Lítil fyrirtæki/einyrkjar geta auk þessa óskað eftir heimilistengingu (þjónustuskilmálar heimilistengingar eiga þá við) og er afgreiðsla þeirra metin hverju sinni*.


Um er að ræða þrjár megin þjónustuleiðir í smásölu (beint til endanotenda), sem síðan er hægt að sérsníða enn frekar eftir þörfum hvers viðskiptavinar ef þörf er á*. Á öllum þjónustuleiðum er í boði bitastraumsþjónusta frá Tengir eða öðrum þjónustuveitendum.



  • Ljósbox: Ljósleiðaraheimtaug á þjónustustigi 4. Í boði fyrir lítil fyrirtæki.

    • Bitastraumsþjónusta hjá Tengir: Gagnasamband frá 100Mb/s - 1Gb/s. Viðskiptavinur er ekki á einkaneti (ekki einka vLan rásir) og því ekki mögulegt að tengja saman útibú.



  • Ljósbraut: Ljósleiðaraheimtaug á þjónustustigi 3. Í boði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

    • Bitastraumsþjónusta hjá Tengir: Gagnasamband frá 100Mb/s - 1Gb/s. VLAN (x1-4) þjónustur. Samband um einkanet sem fer styðstu leið um ljósleiðaranetið frá viðskiptavin til þjónustuveitu.



  • Metro tenging: Ljósleiðaraheimtaug á þjónustustigi 2. Ætluð stærri fyrirtækjum og stofnunum.

    • Bitastraumsþjónusta hjá Tengir: Gagnasamband allt að 10Gb/s. Virk sambönd sem eru hringtengd innan Akureyrar og tryggð varasambönd frá Siglufirði og Húsavík til Akureyrar (um NATO streng). Fjöldi einkaneta í boði. Það er auðvelt að tengja saman starfsstöðvar inn á lokað og öruggt einkanet fyrirtækisins, t.d. höfuðstöðvar, verslanir, verksmiðjur eða starfsstöðvar viðskiptavina. Eins er mögulegt að forgangsraða gögnum, sem gerir notendum kleift að velja hvaða samskipti mega ekki verða fyrir töfum.




*ATH! Tengir áskilur sér rétt til að hafna afgreiðslu á ákveðnum þjónustuleiðum til fyrirtækja, ef Tengir telur að viðkomandi tenging sé óviðunandi miðað við rekstur þess fyrirtækis og geti mögulega haft skaðleg áhrif á rekstur þess, ef t.d. komi til brottfalls á þjónustu/bilunar á ljósleiðara.


**Ljósleiðaraheimtaug er svartur ljósleiðari, þ.e. ljósleiðaraþráður sem er leigður án endabúnaðar.


 

Þjónustustig fyrirtækjasambanda

upphæðir eru án vsk.


Þjónustustig 5 - Heimilistengingar:



  • Bilanaþjónusta: Milli kl. 08:00-16:00 alla virka daga

  • Viðhald og þjónustuviðgerðir: Milli kl. 08:00-16:00 alla virka daga

  • Viðgerð lokið: Innan þriggja virkra dag ef kostur er*

  • Þjónustubeiðnir vegna rofs/bilana eiga að berast frá þjónustuveitu viðskiptavinar


Þjónustustig 4 - Ljósbox:



  • Bilanaþjónusta: Milli kl. 08:00-16:00 alla virka daga

  • Viðhald og þjónustuviðgerðir: Milli kl. 08:00-16:00 alla virka daga

  • Viðbragð: Næsta virka dag

  • Viðgerð lokið: Innan þriggja virkra dag ef kostur er*

  • Útkall (á tímabilinu 16:30 – 08:00): kr. 61.000.- (innifalið 4 klst. vinna, eftir 4 klst. er tímagjald)

  • Þjónustubeiðnir vegna rofs/bilana eiga að berast frá þjónustuveitu viðskiptavinar


Þjónustustig 3 - Ljósbraut:



  • Bilanaþjónusta á milli kl. 08:00-16:00 alla virka daga

  • Viðhald og þjónustuviðgerðir: á milli kl. 16:00-21:00 virka daga

  • Viðbragð: Samdægurs ef tilkynnt fyrir kl. 14, annars næsta virka dag

  • Viðgerð lokið: Innan við einn virkan dag ef kostur er*

  • Útkall (á tímabilinu 16:30 – 08:00): kr. 61.000.- (innifalið 4 klst. vinna, eftir 4 klst. er tímagjald)

  • Þjónustubeiðnir vegna rofs/bilana eiga að berast frá þjónustuveitu viðskiptavinar


Þjónustustig 2 - MetroNet:



  • Sólarhringsvöktun** og forgangur í viðgerðarþjónustu

  • Viðhald og þjónustuviðgerðir: á milli kl. 00:00-06:00 virka daga

  • Viðbragð: innan við 1 klst.

  • Viðgerð lokið: Eins fljótt og auðið er*

  • Útkall vegna þjónusturofs: Innifalið

  • Þjónustubeiðnir geta borist í bakvaktanúmer, allan sólarhringinn, allan ársins hring


Þjónustustig 1 - Stofnnet:



  • Sólarhringsvöktun** og forgangur í viðgerðarþjónustu

  • Viðhald og þjónustuviðgerðir: á milli kl. 04:00-06:00 virka daga

  • Viðbragð: samstundis

  • Viðgerð lokið: Eins fljótt og auðið er*

  • Útkall vegna þjónusturofs: Innifalið

  • Þjónustubeiðnir geta borist í bakvaktanúmer, allan sólarhringinn, allan ársins hring


 


*Verði rof á ljósleiðarasteng sem hefur áhrif á mörg ljósleiðarasambönd er ávallt brugðist við eins fljótt og auðið er. Samsetningu ljósleiðarastrengs er forgangsraðað eftir þjónustuviðmiði viðeigand sambanda, þar sem viðgerð á stórum ljósleiðarastreng getur tekið upp í nokkra sólarhringa.


**Aðeins sambönd sem eru á bitastraumskerfi Tengis eru möguleg í vöktun hjá Tengir. Vöktun og bilanatilkynningar á svörtum ljósleiðara eru í höndum viðeigandi þjónustuveitu hverju sinni.

Greiðsluskilmálar

Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir allri notkun búnaðarins og þjónustu honum tengdum. Viðskiptavinur ber einnig fulla ábyrgð á greiðslum til Tengir vegna notkunar á ljósleiðaraþjónustu, óháð því hvort notkunin hafi verið heimiluð eða ekki. Glati viðskiptavinur fjarskiptabúnaði í eigu Tengis eða honum  er stolið, ber viðskiptavini að tilkynna það til Tengis tafarlaust.


 


GREIÐSLULEIÐIR


Nokkrar leiðir eru í boði til að greiða mánaðargjald ljósleiðara en greiðslugjald leggst á mánaðargjald ljósleiðarans eftir því sem við á.



  • Prentaður reikningur sendur í bréfpósti, greiðslugjald kr. 415,- 

  • Reikningur í heimabanka og tölvupóst, greiðslugjald kr. 167,- 

  • Rafrænn reikningur, greiðslugjald kr. 293,- 

  • Kreditkortasamningur, ekkert greiðslugjald 


Hafi viðskiptavinur áhuga á að breyta greiðslumáta er velkomið að hafa samband við okkur í síma 4 600 460 eða senda okkur tölvupóst á tengir@tengir.is og við höfum samband við fyrsta tækifæri!


 


VANSKIL


Við hjá Tengir hf., leggjum áherslu á góða innheimtuhætti og bendum viðskiptavinum okkar á að hafa samband við fyrsta tækifæri komi til vanskila, til að semja um greiðslu. Þannig er hægt að komast hjá frekari kostnaði vegna innheimtuaðgerða.


Kostnaður við milliinnheimtu er breytilegur með hliðsjón af höfuðstól kröfu í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 133/2010.


Ferli vegna vanskila er með eftirfarandi hætti:



  • 5 dögum eftir eindaga fellur innheimtukostnaður á reikninginn, 950,- kr.

  • 35 dögum eftir eindaga er sent milliinnheimtubréf til viðskiptavinar og fellur innheimtukostnaður á reikning, 2.100,- kr.

  • Fyrsta ítrekun milliinnheimtubréfs, 2.100,- kr.

  • Önnur ítrekun milliinnheimtubréfs, 2.100,- kr.

  • Í milliinnheimtuferli geta viðskiptavinir átt von á símtali frá okkur, SMS og/eða tölvupósti, innheimtukostnaður vegna símtals er 550,- kr.

  • Ef tveir reikningar eru gjaldfallnir eða elsti reikningur í skuld eldri en tveggja mánaða, er send lokunartilkynning til viðskiptavinar.

  • Ef þriðji reikningur gjaldfellur, eða elsti gjaldfallni reikningur í skuld er orðinn þriggja mánaða, er lokað fyrir ljósleiðaratengingu vegna vanskila, án frekari viðvörunar.


 


Ekki er opnað á línu aftur fyrr en búið er að gera upp skuldina og greiða opnunargjald ljósleiðara.



  • Opnunargjald ljósleiðara eftir lokun vegna vanskila: 5.000,- kr.

Uppsögn á þjónustu

Ef segja á upp ljósleiðaraheimtaug hjá Tengir, þarf viðskiptavinur að senda tölvupóst á netfangið uppsogn@tengir.is



  • Báðir aðilar, Tengir og viðskiptavinur, geta sagt upp notkun á ljósleiðara Tengis.

  • Segi viðskiptavinur upp ljósleiðarheimtaug, þarf uppsögn að berast Tengi skriflega, á netfangið uppsogn@tengir.is, eigi síðar en 25. dags þess mánaðar til að hún taki gildi um komandi mánaðarmót. Berist uppsögn síðar, tekur hún gildi þar næstu mánaðarmót. 

  • Viðskiptavinum er bent á að uppsögn á notkun ljósleiðara jafngildir ekki uppsögn á þjónustu um ljósleiðara, þ.e. interneti, sjónvarpsáskrift og heimasíma. Segja þarf slíkri þjónustu upp hjá viðkomandi fjarskiptafélagi. 

  • Á sama hátt er uppsögn á þjónustu hjá viðkomandi þjónustuveitu ekki sjálfkrafa uppsögn á ljósleiðaraheimtaug Tengis. 

Ertu að byggja eða breyta?

Hugað að ljósleiðara frá upphafi

Það er mikilvægt að gera ráð fyrir fjarskiptalögnum strax á hönnunarstigi, bæði ljósleiðaratengingu inn í fasteign og netlögnum innanhúss. Til að hægt sé að virkja ljósleiðarasamband strax við flutning inn í nýja fasteign, mælum við með að haft sé samband við okkur hjá Tengir strax á byggingarstigi húss, til að fá upplýsingar frá hönnuðum ljósleiðarakerfisins og hafa okkur með í ráðum varðandi frágang fjarskiptalagna. 


Inntak fyrir ljósleiðara

Er alla jafna staðsett þar sem gott aðgengi er í sameignarrými eða að fjarskiptamiðju heimilisins, t.d. smáspennutöflu, svo auðveldara sé að leggja ljósleiðaralögn innanhúss. Þá er æskilegt að gera ráð fyrir að netkapalslögnum (Cat5 eða Cat6) að öllum tækjum sem gert er ráð fyrir að nota (sjónvörp, tölvur o.s.frv.) á framtíðar heimilinu. 


Tengipunktur ljósleiðarans við innanhúslagnir á sér stað í inntaksboxi/húskassa. Ljósleiðari að inntaksboxi og sjálft inntaksboxið er í eigu Tengis hf., en húseigendur eru ábyrgir fyrir innanhúslögnum frá þeim tengipunkti. Húseigendur bera ábyrgð á öllu viðhaldi, breytingum og endurnýjun innanhúslagna.


Reglugerðir um fjarskiptalagnir

Fjarskiptastofa gefur út reglur um fjarskiptalagnir í íbúðarhúsnæði (Nr. 1111/2015) og bendum við viðskiptavinum og hönnuðum fjarskiptalagna á að kynna sér þær. Þá bendum við einnig á staðalinn ÍST 151:2016 um fjarskiptalagnir i íbúðarhúsnæði.


 

Lóðarframkvæmdir

Þegar þú hugar að framkvæmdum á þinni lóð, er mikilvægt að byrja á að kynna sér fyrirliggjandi lagnir áður en farið er af stað til að koma í veg fyrir tjón. Hægt er að senda beiðni um teikningar af lögnum Tengis gegnum heimasíðuna (neðst á síðunni sem opnast) eða með því að senda tölvupóst á tengir[hjá]tengir.is. 


 


Ljósleiðari frá Tengir þegar til staðar 

Ljósleiðari Tengis er alla jafna lagður í appelsínugul ídráttarrör og eiga alla jafna að liggja á a.m.k. 30 cm dýpi. Það er þó ekki alltaf raunin og þau geta bæði legið mun ofar og mun neðar. Því er mjög mikilvægt að fara sér hægt og kynna sér legu ljósleiðarans, fá teikningar og mögulega útsetningu á fyrirliggjandi lögnum til að komast hjá óþarfa tjóni. 


 


Á eftir að leggja ljósleiðara

Ef það er ekki búið að leggja ljósleiðara frá Tengir inn í fasteign, þá mælum við með að haft sé samband við okkur og farið yfir framkvæmdirnar og hönnun lagnaleiðar fyrir ljósleiðarann. Með því móti er mögulegt að leggja ídráttarrör frá Tengir í lóðina samhliða framkvæmdum og komast hjá frekara jarðraski síðar.


 

Færsla á inntaksboxi

Við bendum á að inntaksbox eru uppsett samkvæmt óskum íbúa/húseigenda hverju sinni. Ef viðskiptavinir vilja færa inntaksbox, er best að senda beiðni þar um á tengir[hjá]tengir.is og við munum hafa samband og bóka heimsókn tæknimanns. Umfang færslu á inntaksboxi er mjög mismunandi og því er Tengir ekki með fast verð heldur er verkið unnið í tímavinnu. Sé t.d. um að ræða styttingu á lagnaleið tekur færslan mun skemmri tíma en í tilfellum þar sem leggja þarf nýjan ljósleiðarastreng inn í fasteign. 


 

Stefnur Tengis

Hér er að finna opinberar stefnur Tengis.

Persónuverndarstefna Tengis

I. ALMENNT


Persónuvernd þín skiptir Tengir hf. miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Tengis hf.


 


II. PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF


Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.


 


III. ÁBYRGÐ


Tengir hf. ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Tengir hf., staðsett að Fjölnisgötu 6c, 603 Akureyri, er löglegur stjórnandi þeirra persónuupplýsinga sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við okkur að Fjölnisgötu 6c, með því að senda skriflega fyrirspurn á personuvernd@tengir.is eða með því að hringja í síma 4600 460.


Um öryggi gagna um fjarskiptameðferð og fjarskiptanotkun gilda ákvæði laga um fjarskipti nr. 81/2003. Þar er að finna sérstök fyrirmæli um meðferð gagnanna og leynd fjarskipta. Allir starfsmenn okkar eru þannig lögum samkvæmt bundnir þagnarskyldu um allt sem tengist fjarskiptaumferð og fjarskiptanotkun. Brot gegn þagnarskyldu varðar allt að tveggja ára fangelsi.


 


IV. SÖFNUN OG NOTKUN


Til að við getum veitt þér þjónustu þurfum við að mótttaka ýmsar persónuupplýsingar. Þetta eru upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang. Þá geymum við einnig upplýsingar um þann þjónstuaðila sem þú kaupir fjarskiptaþjónustu af. Að auki gætum við þurft að fá frekari upplýsingar um óskir þínar eða þarfir tengdar þjónstunni. Þessar upplýsingar notum við til að:



  • Geta stofnað þjónustusamning við þig og haft samband við þig varðandi þjónustuna.

  • Geta veitt þér þá þjónustu sem þú óskar eftir.

  • Til að geta uppfyllt kaup þín og/eða leigu á þjónstu, búnaði eða öðru.

  • Stofnað reikninga vegna stofnkostnaðar ljósleiðara og/eða mánaðarlegs afnotagjalds ljósleiðara Tengis hf.


Persónuvernd á vefsíðum okkar: Þú getur skoðað og notað vefsvæði Tengir hf. án þess að gefa upp nokkrar persónulegar upplýsingar. Við söfnum ekki upplýsingum sem vafri þinn sendir þegar þú nýtir þér þjónustu okkar, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar þinnar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum og önnur talnagögn.


Það kann að vera að við notum vefkökur (e. cookies) og sambærilega tækni til þess að safna upplýsingum um notkun þína á vefsíðum okkar. Þetta gerir okkur kleift að hanna vefsíður okkar þannig að þær gagnist þér sem best.


Notkun á þjónustusíðu okkar ,,Mínar síður“ er hins vegar eingöngu fyrir viðskiptavini okkar og til að komast þangað inn þarf að gefa upp notandanafn og lykilorð. Upplýsingar um umferð viðskiptavina um síðuna eru geymdar til að geta þjónustað þig.


Við geymum upplýsingar um nafn þitt, kennitölu og tegund/umfang/dagsetningu þjónustu til að geta uppfyllt skyldu okkar samkvæmt bókhaldslögum. Einnig geymum við upplýsingar um vörukaup, reikningssögu, reikningsupphæðir, skuldasögu og önnur atriði er tengjast reikningagerð.


 


V. MIÐLUN


Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í IV. kafla eða í næstu málsgrein.


Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.


Þá er athygli þín vakin á að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar. Athygli þín er vakin á að með því að tengja saman síðureikning þinn og samfélagsmiðlareikninginn þinn gefur þú okkur leyfi til að deila upplýsingum með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar og notkun þeirra upplýsinga sem við deilum stjórnast af stefnu samfélagsmiðilsins um persónuvernd. Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingum þínum sé deilt með öðrum notendum eða með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar, skaltu ekki tengja samfélagsmiðlareikninginn þinn við síðureikninginn eða deila efni inn á samfélagsmiðla frá síðunni.


 


VI. ÞRIÐJU AÐILAR


Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ.á.m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.  


Í vissum tilvikum kunnum við að veita þriðju aðilum upplýsingar um þig til að hægt sé að veita umbeðna þjónustu. Sé slíkt gert er gerður vinnslusamningur við þann aðila þar sem sett eru skilyrði um meðferð og öryggi gagna.


Eins og kveðið er á um í lögum um fjarskipti, getur okkur okkur í vissum tilfellum verið skylt að veita opinberum aðilum upplýsingar.


 


VII. VERNDUN


Tengir hf. leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar. Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.


Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum spjallrás eða Facebook síðu Tengis hf.


Ef þú telur að persónuupplýsingum um þínum hafi verið stefnt í hættu óskum við eftir að fá upplýsingar um það. Einnig er hægt að tilkynna atvik til eftirlitsstofnana. Persónuvernd fer með eftirlit með meðferð persónuupplýsinga og Póst- og fjarskiptastofnun fer með eftirlit með meðferð fjarskiptaupplýsinga og öryggi fjarskiptakerfa. Hægt er að beina kvörtunum til þessara stofnanna ef grunur leikur á um að brotið hafi verið gegn fyrirmælum laga og reglna.


Við viljum einnig taka fram að gagnaflutningur á internetinu er aldrei fullkomlega öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu.


 


VIII. VARÐVEISLA


Tengir hf. reynir eftir fremsta megni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum. Við varðveitum persónuupplýsingar um þig í að hámarki tvö ár frá lokum viðskipta nema þú hafir með samþykki þínu veitt okkur heimild til að varðveita þær lengur eða ef okkur er það nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldu. Við munum fara yfir allar persónuupplýsingar um þig einu sinni á ári og endurskoða hvort okkur sé heimilt að varðveita þær áfram. Ef við ákveðum að okkur sé ekki heimilt að varðveita þær áfram, munum við hætta allri vinnslu með persónuupplýsingarnar frá þeim tíma. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.


 


IX. RÉTTINDI ÞÍN


Þú átt rétt á og getur óskað eftir eftirfarandi upplýsingum með því að senda skriflega fyrirspurn á personuvernd@tengir.is:



  • að fá að vita hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig og hvernig þær eru tilkomnar og fá aðgang að persónuupplýsingunum,

  • að fá upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar um þig séu unnar,

  • að persónuupplýsingar um þig séu uppfærðar og leiðréttar,

  • að persónuupplýsingum um þig sé eytt, ef ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær,

  • að andmæla og / eða takmarka hvernig persónuupplýsingar séu unnar,

  • að fá afhendar persónuupplýsingar sem þú hefur látið okkur í té eða að þær séu sendar beint til annars aðila með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra setja,

  • að afturkalla samþykki þitt til vinnslu þegar vinnsla byggist á þeirri heimild með sama hætti og þú gafst það eða með því að senda á okkur skriflega fyrirspurn,

  • að fá upplýsingar um hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, þ.m.t. gerð persónusniðs og þau rök sem þar liggja að baki og einnig þýðingu og fyrirhugaðar afleiðingar slíkrar vinnslu.


 


Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Athygli er vakin á að innheimt er sérstakt ljósritunargjald ef farið er fram á fleira en eitt afrit. Þér verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verði við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar.


 


X. BREYTINGAR


Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins; http://www.tengir.is. Við tökum öllum athugasemdum um persónuverndarstefnuna fagnandi og hvetjum þig til að senda okkur fyrirspurn.


 


 


Akureyri, 15. júní 2018

Öryggis- og upplýsingaöryggisstefna Tengis

Tengir hf. er fjarskiptafyrirtæki sem þjónustar bæði heimili og atvinnulíf. Ekkert sem Tengir hf. gerir er svo mikilvægt að það réttlæti að starfsfólk eða aðrir hætti lífi sínu eða heilsu við vinnu. Félagið vill vera til fyrirmyndar í öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfismálum með gildi fyrirtækisins; TraustSamvinnaFagmennska að leiðarljósi.


Félagið hefur mótað öryggisstefnu sína með það í huga að uppfylla kröfur laga um fjarskipti nr. 81/2003, lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og samkvæmt ÍST27001 um upplýsingaöryggi.    


Það er markmið Tengis hf. að öryggi upplýsinga sé óaðskiljanlegur hluti reksturs fjarskiptakerfisins. Innleiðing öryggisstefnu og framkvæmd hennar er mikilvæg til að starfsmenn, samstarfsaðilar og viðskiptavinir hafi þess fullvissu um að Tengir hf. stjórni öryggi upplýsinga sinna með ábyrgum hætti.


Markmið Öryggisstefnu Tengis er að tryggja samfelldan rekstur og lágmarka rekstraráhættu, auk þess að vernda gögn og upplýsingar eins vel og kostur er, í samræmi við fyrirmæli yfirvalda, lög og reglugerður.


Öryggisstefnan á við um alla starfsemi Tengis, svo sem framkvæmda, samskipta, skráninga, geymslu og eyðingar upplýsinga. Hún tekur jafnframt til húsnæðis og búnaðar þar sem upplýsingar eru meðhöndlaðar eða vistaðar.


Tengir vill reka öruggan og heilsusamlegan vinnustað með því að:



  • Allir starfsmenn taki virkan þátt í öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfismálum

  • Stuðla að góðri heilsu starfsmanna, öruggu starfsumhverfi og góðum starfsskilyrðum

  • Allir starfsmenn séu talsmenn aukins öryggis á vinnustaðnum og leitist við að koma auga á, meta og draga úr hættum í vinnuumhverfinu

  • Hafa öryggi að leiðarljósi við hönnun fjarskiptakerfis og stjórnun framkvæmda

  • Viðhalda og efla þekkingu og þjálfun starfsfólks til að ná sem bestum árangri í öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfismálum

  • Bæta verkferla til að samræma og viðhafa bestu og öruggustu vinnubrögð hverju sinni

  • Öryggisbúnaður sé ávallt til staðar, hann skoðaður og prófaður reglulega og standist þær öryggiskröfur sem til hans eru gerðar

  • Starfsmenn nýti sér ávallt viðeigandi öryggisbúnað við störf sín

  • Leggja ríka áherslu á fyrirbyggjandi og reglulegt viðhald, til að tryggja öryggi, áreiðanleika og endingu fjarskiptakerfisins

  • Hámarka uppitíma og bregðast strax við bilanatilkynningum

  • Skrá atvik, slys og ófullnægjandi aðstæður sem ollið geta slysum/óhöppum, greina orsakir og gera umbætur

  • Verja gögn og upplýsingar fyrir innri- og ytri ógnum

  • Að trúnaðarupplýsingar séu óaðgengilegar eða berist ekki til óviðkomandi 

  • Tilkynna til framkvæmdastjóra/öryggisfulltrúa öll frávik, brot eða grun um bresti í upplýsingaöryggi

  • Að vinna að stöðugum umbótum


Ábyrgð á framkvæmd og viðhaldi öryggisstefnu Tengis hf. er í höndum framkvæmdastjóri. Hana ber að endurskoða reglulega en ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Öryggisfulltrúi og stjórnendur félagsins bera ábyrgð á innleiðingu hennar.