Sumarið 2020

Undanfarnir mánuðir hafa verið óvenjulegir í undirbúningi framkvæmda sumarsins en starfsemin er að færast í eðlilegt horf og við horfum björtum augum á sumarið sem er framundan. Jarðvinnuframkvæmdir eru þegar hafnar á Akureyri og Ólafsfirði og eru sölufulltrúar okkar að undirbúa næstu verkefni þessa dagana.

Við felldum tímabundið niður stofngjöld ljósleiðaratenginga í Covid-ástandinu og náðum að tengja fjölmarga viðskiptavini sem þurftu á bæta netsamband sitt til að sinna námi og starfi að heiman. 

Við viljum gera sem flestum kleift að nýta sér ljósleiðara og höfum ákveðið að bjóða upp á tilboð á stofngjöldum í sumar. Frekari upplýsingar um verð ljósleiðaratenginga og hvað er innifalið í tengingum, má finna hér á heimasíðunni undir ,,spurt og svarað". 

Við bendum viðskiptavinum okkar einnig á ,,Allir vinna" átakið, en Alþingi samþykkti nýlega lög sem kveða á um tímabundna hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði. Viðskiptavinir Tengis geta því sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts af stofnkostnaði ljósleiðaratenginga. Leiðbeiningar má finna á www.rsk.is en einnig höfum við útbúið ,,skref-fyrir-skref" leiðbeiningar fyrir viðskiptavini okkar.  

Gleðilegt sumar!

3.6.2020