Innheimta línugjalda

Viðskiptavinir Tengis og aðrir íbúar á starfssvæðinu hafa að undanförnu fengið pakkatilboð frá fjarskiptafélögum, þar sem áhersla er lögð á að viðskiptavinir fái einn reikning fyrir alla fjarskiptaþjónustu, líka línugjald Tengis.

Að gefnu tilefni sjáum við því ástæðu til að árétta, að Tengir innheimtir ennþá mánaðarlegt línugjald beint til sinna viðskiptavina á heimilismarkaði. Allar upplýsingar um annað eru ekki réttar. Ef um er að ræða einn reikning fyrir alla fjarskiptaþjónustu, þá er greitt mánaðarlegt línugjald fyrir ljósleiðara- eða koparheimtaug í eigu annarra en Tengis. 

Ef þið hafið áhuga á að vera á ljósleiðara Tengis, greiða ódýrara línugjald og versla í heimabyggð - er alltaf hægt að óska eftir færslu yfir á ljósleiðara Tengis hjá viðkomandi fjarskiptafélagi, eða hafa samband við okkur hjá Tengir og við klárum málið með ykkur! 

 

1.9.2023