Grýtubakkahreppur - slit á ljósleiðara - Lokið

Bilun - Grýtubakkahreppur.
Uppfært [24.12.24 kl. 08:15]: Viðgerð lauk kl. 06:15 í morgun og eiga öll sambönd að vera komin upp á ný. 
 
Uppfært [24.12.24 kl. 01:38]: Ljósleiðarinn er slitinn í Fnjóská, skammt við Laufás. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi en unnið er að því að koma strengnum saman á ný. Von er á að sú vinna standi fram undir morgun.
 
Nú í kvöld, 23. desember kl. 19:55 fór niður samband á ljósleiðara Tengis til Grenivíkur, líklega vegna slits á ljósleiðarastreng. Hefur þetta áhrif á fjarskiptasambönd í Grýtubakkahrepp, m.a. GSM senda.
Unnið er að nánari bilanagreiningu og verður fréttin uppfærð þegar viðgerð hefst.
 
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta er að valda.
 
Kveðja, Tengir hf.

23.12.2024