[uppfært kl. 14:20]: Vel gekk að tengja stofnstrenginn og lauk þeirri vinnu nú fyrir skömmu og eru öll sambönd komin inn á ný. Einhver vinna er eftir á svæðinu, m.a. við frágang og tryggja strenginn eins og hægt er þar til unnt verður að gera varanlegar ráðstafanir.
[uppfært kl. 13:40]: Um hádegi virðist sem losnað hafi um krapastíflu og vatnsyfirborð lækkaði verulega. Búið er að ná strengendum saman og tengivinna er hafin.
[uppfært kl. 10:00]: Vatnsyfirborð í Fnjóská við bæinn Laufás hefur hækkað verulega og hefur áin náð að taka stofnstreng Tengis til Grenivíkur sundur. Um er að ræða eina ljósleiðarastofnstrenginn til Grenivíkur og því öll sambönd um ljósleiðara norðan Laufáss úti sem stendur.
Aðstæður á staðnum eru mjög erfiðar en unnið er að viðgerð. Ekki er hægt að áætla viðgerðartíma að svo stöddu, en tilkynningar verða uppfærðar reglulega þar til sambandi verður komið á aftur.
Í morgun, 20. janúar kl. 05:56 fór niður samband á ljósleiðara Tengis til Grenivíkur vegna slits á ljósleiðarastreng. Hefur þetta áhrif á fjarskiptasambönd í Grýtubakkahrepp, m.a. GSM senda.
Unnið er að nánari bilanagreiningu.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta er að valda.
20.1.2025